Sl. þriðjudagskvöld hélt FSU-Akademíuliðið í Egilshöll til að etja kappi við Fjölni í 6. umferð Íslandsmóts drengjaflokks.
Strax í upphafi leiks kom í ljós að stærð og styrkur andstæðinganna yrði erfiður ljár í þúfu fyrir okkar minni leikmenn, sérstaklega í teignum, þar sem Fjölnismenn gerðu mestan óskunda; skoruðu, fráköstuðu og fiskuðu villur. Þrátt fyrir þetta létu strákarnir okkar ekki deigan síga, heldur bitu í skjaldarrendur með áköfum varnarleik úti á velli og hröðum sóknarleik. Eftir að liðin höfðu 10 sinnum skiptst á forystu lauk fyrsta fjórðung 20-18 fyrir heimaliðið.
Fjölnir hóf annan fjórðung með látum og náði fljótt 8 stiga forystu, 27-19, en í kjölfar leikhlés og breytinga á varnarleik, ásamt nokkrum þriggjastigakörfum, náði FSU liðið vopnum sínum og minnkaði muninn aftur í 2 stig fyrir hálfleik, 42-40.
FSU hélt sama dampi í upphafi síðari hálfleiks og náði forystunni, 48-49. En liðinu tókst aldrei að auka bilið, leiddi mest með aðeins 3 stigum, 52-55. Slök vítanýting varð til trafala á þessu tímabili í leiknum, og eftir að hafa skipt í svæðisvörn, leiddi Fjölnir 63-58 þegar síðasti fjórðungur hófst.
FSU lenti í vandræðum gegn svæðisvörninni í fjórða leikhluta, mjög hægðist á hinum hraða sóknarleik liðsins og Fjölnir náði 13 stiga forystu, 81-68, þegar innan við 3 mín. voru eftir. En með stolti er hægt að segja að strákarnir okkar leggja ekki árar í bát, heldur berjast til síðasta manns. Þeir náðu með frábærum varnarleik, stolnum boltum og auðveldum hraðaupphlaupskörfum muninum niður í „einnar sóknar leik“, 87-84, og loksins duttu líks nokkrir þristar gegn svæðisvörninni.
Fjölnir tók leikhlé og skipulagði aðgerðir sem lauk með góðri körfu frá besta leikmanni liðsins. FSU reyndi þriggjastigaskot en lukkan var ekki með okkar drengjum síðustu sekúndurnar og leiknum lauk á vítalínunni, 90-84 fyrir Fjölni.
FSU liðið getur gengið stolt frá borði, sýndi frábæra baráttu og liðsanda sem var nálægt því að skila sigri gegn mjög góðu liði Fjölnis.
Áfram FSU!!!
Lokatölur: Fjölnir 90 – 84 FSU (2-18, 22-22, 21-18, 27-26)
Stigaskor FSU: Sæmundur 23, Ísak 23, Arnar 9, Sigmar 9, Aron 7, Eyþór Orri 5, Sigurður 5, Páll 1.
Fjölnir
|
FSU
|
|
2st.skot heppnuð
|
28 = 56 stig
|
17 = 34 stig
|
3st.skot heppnuð
|
4= 12 stig
|
12 = 36 stig
|
Vítaskot
|
21/35
|
14/25
|
Liðsvillur
|
20
|
27
|
Fjölnir
|
FSU
|
|
2pts shots Made
|
28 = 56pts
|
17 = 34pts
|
3pts shots Made
|
4= 12pts
|
12 = 36pts
|
Free Throws
|
21/35
|
14/25
|
Team Fouls
|
20
|
27
|