Sl. þriðjudagskvöld hélt FSU-Akademíuliðið í Egilshöll til að etja kappi við Fjölni í 6. umferð Íslandsmóts drengjaflokks.

Strax í upphafi leiks kom í ljós að stærð og styrkur andstæðinganna yrði erfiður ljár í þúfu fyrir okkar minni leikmenn, sérstaklega í teignum, þar sem Fjölnismenn gerðu mestan óskunda; skoruðu, fráköstuðu og fiskuðu villur. Þrátt fyrir þetta létu strákarnir okkar ekki deigan síga, heldur bitu í skjaldarrendur með áköfum varnarleik úti á velli og hröðum sóknarleik. Eftir að liðin höfðu 10 sinnum skiptst á forystu lauk fyrsta fjórðung 20-18 fyrir heimaliðið.

Fjölnir hóf annan fjórðung með látum og náði fljótt 8 stiga forystu, 27-19, en í kjölfar leikhlés og breytinga á varnarleik, ásamt nokkrum þriggjastigakörfum, náði FSU liðið vopnum sínum og minnkaði muninn aftur í 2 stig fyrir hálfleik, 42-40.

FSU hélt sama dampi í upphafi síðari hálfleiks og náði forystunni, 48-49. En liðinu tókst aldrei að auka bilið, leiddi mest með aðeins 3 stigum, 52-55. Slök vítanýting varð til trafala á þessu tímabili í leiknum, og eftir að hafa skipt í svæðisvörn, leiddi Fjölnir 63-58 þegar síðasti fjórðungur hófst.

FSU lenti í vandræðum gegn svæðisvörninni í fjórða leikhluta, mjög hægðist á hinum hraða sóknarleik liðsins og Fjölnir náði 13 stiga forystu, 81-68, þegar innan við 3 mín. voru eftir. En með stolti er hægt að segja að strákarnir okkar leggja ekki árar í bát, heldur berjast til síðasta manns. Þeir náðu með frábærum varnarleik, stolnum boltum og auðveldum hraðaupphlaupskörfum muninum niður í „einnar sóknar leik“, 87-84, og loksins duttu líks nokkrir þristar gegn svæðisvörninni.

Fjölnir tók leikhlé og skipulagði aðgerðir sem lauk með góðri körfu frá besta leikmanni liðsins. FSU reyndi þriggjastigaskot en lukkan var ekki með okkar drengjum síðustu sekúndurnar og leiknum lauk á vítalínunni, 90-84 fyrir Fjölni.

FSU liðið getur gengið stolt frá borði, sýndi frábæra baráttu og liðsanda sem var nálægt því að skila sigri gegn mjög góðu liði Fjölnis.

Áfram FSU!!!

Lokatölur: Fjölnir 90 – 84 FSU (2-18, 22-22, 21-18, 27-26)

Stigaskor FSU: Sæmundur 23, Ísak 23, Arnar 9, Sigmar 9, Aron 7, Eyþór Orri 5, Sigurður 5, Páll 1.

Önnur tölfræði:
Fjölnir
FSU
2st.skot heppnuð
28 = 56 stig
17 = 34 stig
3st.skot heppnuð
4= 12 stig
12 = 36 stig
Vítaskot
21/35
14/25
Liðsvillur
20
27

 

 

Tough loss against Fjölnir
Yesterday, our U18 FSU Team went to Egilshöll to play against Fjölnir on a Round 6 League game.
From the first moment, the size and strenght of the opponents proved to be a tough match for our smaller team, particularly in the paint where Fjolnir’s players did most of the damage – scoring, rebounding and drawing fouls.
However, our guys were always able to fight back with aggressive defense on the perimeter and a fast pace style of play on offense. After 10 lead changes on the scoreboard, the first quarter ended with a 2 point lead for the home team (20-18).
Fjölnir came stronger on the second quarter and jumped up to 27-19 lead, but after a time out, with some defensive changes and the help of some 3 point shooting we were able to cut back the deficit and go into halftime with a 2 point deficit (42-40).
After the break, FSU team came ready to play and after a few minutes, we grabbed the lead at 48-49. However, just like in the first half we were never able to pull away (our biggest lead was 52-55). Some poor free throw shooting harmed at this point. Eventually, after switching to a zone defense, Fjölnir finished the third quarter with a 63-58 lead.
Against the zone, our struggles to move the ball fast (and off the ball) slowed us down for the most part of the 4th quarter which aloud the opponents to get a 13 points advantage (81-68) with less than 3 minutes to go. Still, we can proudly say that our boys are not ones to go down without a fight. Thanks to a great defensive effort that tuned some steals into fast break opportunities and, finally, some 3 point shots falling against the zone, we were able to crawl back to 1 possession distance with 35 seconds to go (87-84). After a time out, Fjölnir advanced the ball and was able to score on a bank shot from #6 Olafur (best scorer of the game with 30 points). We still tried to reduce the deficit with a shot from behind the 3 point line, but luck was not on our side and, after some free throws, the game came to an end with a 90-84 scoreboard.
We should be proud of our effort and use this tough loss as a learning experience for the near future.
Áfram FSU!
Final Score: Fjölnir 90 – 84 FSU
(20-18, 22-22, 21-18, 27-26)
Players for FSU:
#4 Sæmundur (23)
#5 Aron (7)
#6 Sigurdur (5)
#7 Páll (1)
#8 Dagur (2)
#9 Ísak (23)
#10 Arnar (9)
#14 Sigmar (9)
#15 Eythor (5)
Opponents:
#6 (30)
#13 (16)
#18 (12)
#4 (10)
#3 (9)
#8 (7)
#19 (4)
#34 (2)
Other Team Stats:
Fjölnir
FSU
2pts shots Made
28 = 56pts
17 = 34pts
3pts shots Made
4= 12pts
12 = 36pts
Free Throws
21/35
14/25
Team Fouls
20
27