Unglingaflokkur Selfoss/Hamars/Hrunamanna (SHH) og Njarðvík áttust við á Flúðum í kvöld. Þetta varð hörkuleikur þar sem liðin skiptust á áhlaupum en heimaliðið fagnaði að lokum 87-81 sigri.

Leikurinn byrjaði á fullu gasi og bæði lið áttu fínar skorpur en heimaliðið leiddi með 1 stigi að loknum fyrsta leikhluta, 18-17. Í öðrum hluta lentu bæði lið í villuvandræðum og þurftu að breyta sínum áætlunum og við það hægðist á leiknum. Heimamenn breikkuðu þó bilið fyrir leikhlé í 11 stig, 44-33.

Í þriðja hluta byrjuðu heimamenn aftur af krafti og gerðu vel bæði í sókn og vörn, en einbeitingarskortur inn á milli olli því að Njarðvík fylgdi alltaf í humátt á eftir en munurinn var 14 stig fyrir síðasta leikhlutann, 64-50.

Fjórði fjórðungur byrjaði illa, Njarðvík pressaði og dómgæslan var ekki að skapi heimaliðsins sem fékk nokkrar tæknivillur. Njarðvík sallaði niður þristum á þessu tímabili og minnkaði muninn í 2 stig. Nær komust þeir þó ekki og SHH tók sig saman í andlitinu og kláraði dæmið 87-81.

Strákarnir okkar fengu mörg tækifæri til að gera út um leikinn en slæm vítanýting (14/29) hamlaði liðinu. Þeir voru hinsvegar mjög duglegir í sóknarfráköstum og gerðu líka vel í að koma í veg fyrir að gestirnir fengju fleiri en eitt tækifæri í sókn og skoruðu úr hröðum sóknum.

Stigaskor SHH: Kristijan 26 stig, Rhys 18, Arnór 12, Bergvin 11, Orri 7, Sigmar 6, Alex 4, Páll 2, Björn 2, Viktor 0.

Svipmyndir úr leiknum

An intense U20 game against Njarðvík

An intense game from the start with both teams going on runs to keep a level game after the first quarter 18-17 Foul trouble for both teams was the story of the second quarter with forcing both teams to rotate, slowing the tempo of the game. But Selfoss/Hamar/Hrunamenn (SHH) extended their lead to 44-33 to close the half.

SHH went on a couple of scoring runs with great defense in the third but mental lapses let Njarðvik keep it relatively close, 64-50. The 4th started off scrappy with some defensive pressure from Njarðvik, and some calls not going the way the home team wanted, resulting in multiple technical fouls. Paired with a cluster of Njarðvik 3 pointers, SHH held on to a 2 point lead before they regained their composure and closed the game with strong finishing at the basket, 87-81.

SHH had many chances to close this game by extending there lead, but shooting 14/29 from the free throw line is something the team must focus on getting better. – Offensive rebounding for us and limiting their second chance and transition points was very good tonight.

Scorers for SHH: Bergvin 11, Kristijan 26, Rhys 18, Sigmar 6, Viktor 0, Arnor 12, Björn 2, Orri 7, Pall 2, Alex 4.

Game highlights