Selfoss lögðu leið sína á Flúðir í kvöld þar sem þeir mættu Hrunamönnum í 7. umferð 1. deilarinnar. Það voru heimamenn sem stjórnuðu ferðinni í leiknum og uppskáru 92-71 sigur.
Fyrstu mínútur leiksins voru viðburðalitlar og bæði lið lengi að koma sér í gang. Það voru heimamenn sem skoruðu fyrstu stig leiksins. Selfoss komast ekki á blað fyrr en tvær og hálf mínúta vöru liðnar af leiknum en þá skoraði Gasper Rojko tvo þrista með stuttu millibili. Staðan í lok fyrsta leikhluta var 25-16 heimamönnum í vil. Selfoss vaknaði til leiks í öðrum leikhluta með þremur þriggjastigakörfum frá Vito Smojer, strax á fyrstu tveimur mínútum leikhlutans. Sóknarleikurinn var góður og hitti liðið vel í leikhlutanum, en margt ennþá ábótavant í varnarleiknum. Staðan í hálfleik 51-43 fyrir heimamönnum.
Þriðji leikhlutinn var mjög jafn þar sem bæði lið skiptust á að skora og Hrunamenn aðeins 7 stigum á undan Selfossi í stöðinni 70-63 í lok leikhlutans. En allt átti eftir að breytast í 4. leikhluta. Sóknarleikur Selfyssinga lagðist í dvala á meðan Hrunamenn héldu sínu striki áfram. Sveiflukenndur leikur Selfyssinga var á enda, Hrunamenn sigra 92-71.
Gasper Rajko var atkvæðamestur í liði Selfoss með 29 stig. Næstir á eftir honum komu Vito Smojer með 15 stig og Trevon Evans með 14 stig. Óli Gunnar Gestsson setti niður 7 stig, Arnar Geir Líndal 3 stig, Sigmar Jóhann Bjarnason 2 stig og Þorgrímur Starri Halldórsson 1 stig.
Næsti leikur Selfyssinga er föstudaginn 14. nóvember gegn á Skallagrím. Leikurinn fer fram í Borganesi og byrjar klukkan 19:15.