Sl. þriðjudag voru tilkynntar eftirfarandi reglur um íþróttaæfingar eftir að tilslakanir taka gildi 4. maí næstkomandi:
Skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum:
- Ekki fleiri en 50 einstaklingar verða saman í hóp.
- Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum.
Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum:
- Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman.
- Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga.
- Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar.