Jake Wyatt, fyrrum leikmaður FSu,  er nýráðinn viðskiptastjóri hjá Maple Leaf Sports & Entertainment, sem heldur viðburði fyrir t.d. Toronto Raptors, Toronto FC og fleiri íþróttalið. Hann svaraði nokkrum spurningum fyrir heimasíðuna um reynslu sína af Akademíunni og áhrif á ferilinn.

1. Hvernig var heildarreynslan þín á Selfossi?

Sem 18 ára strákur að upplifa það í fyrsta skipti að búa fjarri fjölskyldu og foreldrum var dvöl mín á Selfossi frábær reynsla. Náttúruleg fegurð Íslands er ótrúleg. Bærinn er smár en það var allt til alls þarna, allt frá matvöruverslunum til kvikmyndahúss. Mér finnst það mikilvægt að útlendingar skilji að Selfoss er langt frá því að vera London eða New York. Þetta er staður þar sem gott er að vera, ef maður ætlar að einbeita sér að körfubolta. hitta frábært fólk og upplifa lífstíl sem er allt öðruvísi stórborgarlífi.

2. Hvernig hjálpaði prógrammið þér að þroskast innan sem og utan vallar?

Áherslan á grunnatriðin og agi, en með smá íslenskum töktum. Tengsl akademíunnar við meistaraflokkinn gáfu mér kost á að spila á háu stigi, þrátt fyrir ungan aldur. Þróunarhlið körfuboltans í prógramminu hjá FSu var frábær, stærsti þátturinn fyrir mig var hugarfarið. Mér hefur alltaf þótt ég vera með sterkt hugarfar og það hentaði vel fyrir æfingar FSu. FSu hjálpaði mér að undirbúa mig fyrir körfuboltaferilinn því þar gat ég þroskað „körfuboltagreind“ mína, áttað mig á því að það er í mínum höndum hversu mikinn spilatíma ég fæ. Eftir að ég hætti í körfu hefur þessi grunnur komið sér vel fyrir mig í viðskiptum.

3. Mundir þú mæla með prógramminu og afhverju?

Prógrammið er ekki fyrir alla, það eru ekki allir tilbúnir í hörkuna sem Íslendingar og körfuboltinn þeirra krefst. Fyrir mig passaði þetta fullkomlega.

4. Sem reyndur leikmaður, sem hefur spilað á mörgum stigum, í mismunadi löndum, hvaða ráð mundir þú gefa næstu kynslóð sem kemur í akademíuna?

Farðu inn í allt af fullum krafti. Vertu hugaður og settu þér raunhæfar áskoranir sem þú getur staðið við. Passaðu að hafa gott jafnvægi á milli hvíldar, körfunnar, skóla og félagslífsins. Ég trúi innilega á gæði umfram magn. Æfðu af fullri hörku og notaðu tímann gáfulega. Þetta snýst ekki um að komast af, heldur að bæta sig á æfingu. Ýttu sjálfum þér áfram þegar hvatning er ekki til staðar, það eru dagarnir þar sem þú kemst fram úr hinum. Passaðu uppá hvíldina svo að þú getir nýtt æfingarnar af þeirri orku sem þarf til þess að verða betri.

5. Hvað úr prógramminu tókstu með þér í næsta lið sem þú spilaðir með?

Sem lágvaxinn framherji þurfti ég að finna ástæður fyrir þjálfarana til að gefa mér spilatíma. Hvernig get ég fundið hlutverk sem liðið myndi hagnast á. FSu/Ísland kenndi mér að finna þessa ástæðu og fullkomna hana. Finna sér hlutverk… háskólaþjálfarinn minn, Lance Loya, var líka hlynntur þessu hugarfari. Hann líkti oft liðinu við verkfæratösku, góð verkfærataska þarf alls konar hluti; skrúfur, hamar, töng og fleira. Finndu hvað þú hefur fram að færa og vertu „besta töngin“ sem þú mögulega getur verið. Þannig vinnur þú þér inn virðingu innan liðsins og þannig færðu spilatíma! Ég veit hvernig það er að vinna við viðskiptahlið NBA. Hugarfar íþróttamanna nýtist líka í viðskiptum. Vinnusiðir, agi og þrautsegja, allt þetta á rætur sínar að rekja til þess tíma sem ég var íþróttamaður.

6. Hvað af reynslu þinni hér fannst þér eftirminnilegast utan vallar?

Skyr yogurt, náttúrulaugar og virkilega gott fólk!

 

(English text below)

Jake Wyatt – New Business Account Executive at Maple Leaf Sports & Entertainment (Holds events for Toronto Raptors, Toronto FC etc…)

1. How was your overall experience at Selfoss?

Selfoss was a great experience, as an 18 year FSU was my first experience living away from family and parents. The natural beauty of Iceland is incredible. The city is small but had everything you need from supermarkets to cinema’s. I do think it’s important for foreigners to understand that Selfoss is far from London/ New York. It’s a place to be if you want to focus in on hoops, meet great people, and experience a lifestyle different from typical city life.

2. How did the program develop your game on and off the court?

Fundamental and disciplined basketball, but still with a bit of Icelandic flair. The academies relationship with the men’s team allowed me to play at a high level at a young age whilst still progressing my game through academy sessions and games. Whilst the basketball development program at FSU was great…The biggest development for me was mentality. I always prided myself on toughness and FSU embraced that mentality, as a role player throughout my basketball career FSU prepared me to have a high IQ of the game and how the controllable can help earn playing time. This is a philosophy that has served me well in business now the playing days are over…

3. Would you recommend this program and why?

The fit has to be correct, not everyone is built for the toughness that Icelandic people and basketball demands. For me it was perfect.

4. Being experienced in basketball at multiple levels, in different countries, what advice could you give the next generation coming through our academy?

Devour while young so you can divide when old! Get after it with youthful energy. Be disciplined and set challenging but realistic non negotiable for yourself. Be sure to find a balance between rest, hoops, school, and social.

Lastly, I’m a firm believer in quality over quantity… go hard when in practice and use that time wisely, it’s not about getting through practice but getting better in practice. Push yourself on the days you don’t want too as motivation will not always be with you, but it’s on those days you get ahead.  Lastly find time to rest and reset so you can give practice the energy it requires to get better.

5. What did you take from our program to your next team/basketball situation?

As an undersized forward I had to give find a reason for coach to give me playing time. How can I find a role that will benefit the team??? FSU/ Iceland taught me to find that reason and master it. Find a role… my college coach Lance Loya was also big on this mentality, often comparing a team to a toolbox, a good toolbox need screws, hammer, wrench ext… find something you can offer and be the best damn wrench you can be. That’s how you earn respect in a team and that’s how you earn PT! I now work in the NBA on the business side of sports. The athlete mentality is transferable into business. Work ethic, discipline, and perseverance all have roots from being an athlete.

6. Are there any experiences from your time here that you remember most outside of basketball?

Skyr yogurt, outdoor natural pools/ spars, and genuinely good people!