Kennedy Clement hefur ákveðið að koma aftur „heim“ á Selfoss og ljúka námi sínu í körfuboltaakademíunni við FSu. Jafnframt mun hann leika með Selfossi í 1. deild karla næstu tvö tímabilin.
Kennedy átti góðan tíma á Selfossi tímabilið 2020-2021, en þá skoraði hann 15 stig, tók 8 fráköst og skaut 40% af þriggjastigafæri í 1. deildinni, aðeins 18 ára gamall. Kennedy er fæddur 2002 og verður því tvítugur seinna á þessu ári.
Það er afar ánægjulegt að svo öflugur strákur, og drengur góður, vilji koma til okkar aftur, ekki síst þar sem hann er ekki dreginn inn af götunni, heldur kemur úr sterku prógrammi á Spáni. Það eru tvímælalaust meðmæli með okkar starfi.
Sértu velkominn „heim“, yfir hafið og heim, Kennedy!