Kristijan Vladovic hefur ákveðið að ganga til liðs við Körfuboltaakademíu Selfoss Körfu og FSu. Hann er 19 ára gamall Króati sem hefur verið í U18 ára landsliðshópi hjá þessari sterku körfuboltaþjóð.
Kristijan er skapandi leikstjórnandi með mikinn sprengikraft og góðan leikskilning, en er einnig sterkur og fljótur varnarmaður sem gefur ekkert eftir þeim megin á vellinum.
Á síðasta keppnistímabili tók hann sér hlé frá námi og spilaði fyrir liðið KK Djakovo í A1-deildinni í Króatíu, í góðu samkeppnisumhverfi. Þar skilaði Kristijan 11,4 stigum, 4,2 fráköstum og 3,6 stoðsendingum að meðaltali í leik.
Kristijan mun stunda nám í FSu og æfa í akademíunni ásamt því að leika með unglingaflokki og styrkja hópinn í m.fl. karla.
Sjá má myndbrot af stráknum með því að smella hér