Miðvikudaginn 3. júní var haldin síðasta æfing vetrarins hjá minniboltanum. Það var byrjað á því að fara inn í sal þar sem var mikið sprell. Krakkarnir spiluðu körfubolta, fóru í skotkeppnir, fengu að troða, spiluðu 1 á 1 við eldri leikmenn og hraðabraut. Þegar allir iðkendurnir voru búnir að taka vel á því þá var farið út og skellt í sig pylsum og söfum. Þetta var góður endir á skemmtilegu en öðruvísi tímabili. Við hlökkum til að sjá sem flest aftur á næsta ári.
Þá kvöddum við systkinin Kristján Leó og Ragnheiði Önnu Steinsbörn sem hafa verið virkilega duglegir og flottir félagar hjá okkur síðustu árin. Þau eru að flytja norður og ætla að æfa með Tindastóli. Þau komu færandi hendi og gáfu félaginu glæsilegan fána. Við þökkum kærlega fyrir gjöfina og samstarfið síðustu ár auk þess sem við óskum þeim velfarnaðar á nýjum stað.