Annríki hefur verið hjá minniboltaliðunum undanfarið. Nýliðna helgi átti mb. 10 ára sviðið, eins og greint hefur verið frá hér á síðunni, og viku fyrr, helgina 4.-5. febrúar, var mb. 11 ára í eldlínunni. Þegar hefur verið sagt frá 11 ára liðum stúlkna en eftir átti að segja frá drengjunum.

Selfoss sendir tvö lið til keppni í mb. 11 ára drengja, eins og 11 ára stúlkna. Fullt jafnrétti þar! Fjölnir sá um mótið hjá drengjunum og Selfoss A spilaði í Rimaskóla en Selfoss B í Dalhúsum. Til að koma sér beint að efninu gekk alveg glimrandi vel hjá báðum liðum. A-liðið vann alla þrjá leikina sína og B-liðið vann tvo en tapaði tveimur. Þetta er mjög flottur hópur, eins og aðrir æfingahópar í yngriflokkastarfinu hjá okkur, og margir efnilegir piltar. Þjálfari mb. 11 ára drengja er Chris Caird og honum til aðstoðar Kennedy Clement Aigbogun.

Úrslit leikja urðu sem hér segir:

Selfoss A

Selfoss a 29 – 26 Þór/Hamar

Selfoss a 37 – 13  Breiðablik b

Selfoss a 37 – 26 Stjarnan c

Selfoss B

Selfoss b 34 – 26 Breiðablik c

Selfoss b 17 – 37 Ármann 2

Selfoss b 21 – 29 Snæfell

Selfoss b 38 – 18 Fylkir

 

ÁFRAM SELFOSS!!!