Terrance kom á Selfoss frá Bandaríkjunum og spilaði fyrir FSu í 1. deild karla keppnistímabilið 2016-2017. Hann hefur síðan leikið í sterkum efstu deildum í Mexíkó, Argentínu, Síle og NBA-deildinni. Hann er nú kominn aftur til Íslands og spilar með Þór Akureyri í Dominoes deildinni.

 

1. Hvernig var heildarupplifun þín af Selfossi? Heildarupplifun mín af Selfossi var mjög góð. Ég var hjá flottu félagi sem sá til þess að ég hafði allt sem ég þurfti á að halda, með frábærum liðsfélögum sem gerðu það að verkum að mér fannst ég vera „hluti af fjölskyldunni“. Ég var með framúrskarandi þjálfara sem trúði á mig og leyfði mér að spila minn bolta en vildi ekki festa mig á „póstinn“ vegna hæðar  minnar. Á Íslandi, Selfossi, fékk ég í fyrsta skipti borgað fyrir að spila körfubolta, þar hófst atvinnumannsferillinn erlendis, og ég hef ekkert annað en gott að segja um félagið og hvernig það hjálpaði mér að bæta mig sem einstakling innan sem utan vallar.

2. Hvernig þróaði prógrammið þig sem leikmann innan vallar sem utan? Félagið hjálpaði mér að þróa leik minn með því að veita mér mikið frelsi innan vallar í stað þess að festa mig í afmörkuðu hlutverki. Innan þess kerfis sem var sett upp hafði ég möguleika á að koma með gagnrýni/ábendingar um hvað mér fannst henta betur. Einnig voru mér skapaðar góðar aðstæður til að æfa meira og vinna í veikleikum mínum. Eloy þjálfari var með morgunæfingar til þess að fínstilla boltameðferð, skottækni, vítaskot, eða hvað annað sem ég þurfti að bæta mig í.

3. Hvernig hjálpaði þetta þér að byrja ferilinn þinn utan háskólans? Þetta gagnaðist mér vel, því ég fékk ekki mörg tækifæri fyrst eftir háskóla, fór þá beint í NBA G-league til OKC Blue. Ég var mjög þakklátur fyrir það, þar voru frábærar æfingar, næringaráætlun og líkamsþálfun. En ég fékk aldrei tækifæri þar til þess að sýna hæfileika mína á stóra sviðinu, ég var óöruggur með sjálfan mig, og þó ég hafi á margan hátt grætt mikið á stökkinu við að fara úr háskólaboltanum yfir í OKC Blue, þá skilaði það sér takmarkað fyrir mig sem leikmann: ef enginn annar vissi hvað ég gat á vellinum, hvaða gagn var þá að því? Svo þegar ég fékk tækifærið til þess að spila með Selfossi þá greip ég það fegins hendi og ég mun alltaf vera þakklátur félaginu fyrir að trúa á mig og gefa mér það tækifæri.

4. Myndir þú mæla með þessu prógrammi og afhverju? Ég myndi mæla með því vegna þess að það er fjölskyldumiðað og körfuboltinn er að stækka sífellt meira með hverjum deginum og þeir leggja inn mikilvægi þess að leggja hart að sér, sem er lykilatriði, því þó hæfileikar séu góðir er takmarkað gagn að þeim án þess að leggja hart að sér með vinnusemi. Selfoss er hentugur staður fyrir þann sem vill geta komið sér af stað og fá ferilinn til að byrja að blómstra.

5. Verandi reyndur í körfubolta á mismunandi stigum, í mismunandi löndum, hvaða ráð getur þú gefið næstu kynslóð sem er að koma í gegnum akademíuna okkar? Ég myndi segja þeim að einbeita sér ekki að neinu nema sinni eigin tímalínu. Með því á ég við að einblína ekki á það þó einhver annar fái meira borgað, eða spili í betri deild eða í betra liði. Það er alltaf best að einbeita sér að sínum eigin aðstæðum, finna fegurðina í þeim og nota hana til þess að hvetja sig áfram. Ekki velta þér upp úr því hvers vegna einhver annar fær eitthvað, sem þú ert ekki búinn að fá enn. Viðkomandi gæti hafa gengið í gegnum erfiða tíma í lífinu sem þér var hlíft við, hafa yfirstigið þá og verið verðlaunaður fyrir þrautseigjuna með því að vinna persónulega sigra. Þitt tækifæri gæti verið handan við hornið, ef þú bara einbeitir þér að því að halda áfram öllum stundum, sama hverjar aðstæðurnar eru í lífinu.

6. Hvað tókstu með þér úr prógramminu okkar yfir í næsta lið sem þú lékst með? Það sem ég tók með mér frá Selfossi var að geta verið leiðtogi. Þegar ég var í framhaldsskóla sagði pabbi minn mér að vera duglegur að tala inn á vellinum, en ég öðlaðist ekki sjálftraust til þess fyrr en ég fór á Selfoss og þurfti að hrista liðið saman, hvetja áfram þegar að hlutirnir litu ekki nógu vel út fyrir okkur, og jafnvel þegar að vel gekk, að hafa þá réttu orðin sem voru gagnleg hverju sinni í leiknum, það er það sem ég tók með mér.

7. Er einhver reynsla frá tíma þínum hér sem þú manst vel eftir fyrir utan körfuboltann? Ég man eftir því að maturinn er mjög góður, fólkið mjög vingjarnlegt og tók vel á móti mér. Ég man eftir flottum ám og margbreytilegu landslagi, en fyrst og fremst fjölskylduvænu andrúmslofti, að eiga heimili að heiman.

8. Ertu með einhver ráð til að gefa erlendum leikmönnum til að undirbúa þá fyrir tímann hérna? Að kaupa North face úlpu :D, en fyrst og fremst að njóta stundarinnar.

 

(English Below)

Terrance came to Selfoss from the United States of America, and played for FSu in the 1st Division in 2016/17 season. He has also and since played in strong top leagues in Mexico, Argentina, Chile, and the NBA G-league. He now plays for Þór Akureyrki in the Icelandic Dominoes league.

1. How was your overall experience at Selfoss?My overall experience at Selfoss was a great one. I had a wonderful organization that made sure I had everything I needed , great teammates that made it a family environment for me. I had an outstanding coach that believed in me and allow me to play my style of basketball and not stick me to the post due to my size. Iceland, Selfoss  was my first paying so I’d say official pro job overseas and I have nothing but good to say about them and how they made me better in all aspects of my day to day living.

2. How did the program develop your game on and off the court? They helped develop my game on the court by allowing me to be in control of my play style and not just what they wanted me to do. Within the system that was set up I was able to critique it along the way as I seen fit. Off the court they made it easy to get in the gym and continue to develop weaknesses I may have had and coach Eloy would hold morning workouts to go to the gym and tighten up your handles, shooting , or free throws whatever was needed they seen to you having it.

3. How did this benefit you starting your career outside of college here? This was beneficial because I did not get a lot of opportunities, I went to the NBA development league out of college for OKC Blue I was super grateful for the opportunity had great workouts and nutrition and meal plans and fitness training. I never once got the chance to showcase my talent on the big stage , I was unsure of myself I know I had got a whole lot better making that jump from college to OKC Blue but if no one knew it but me then what good is that, so when I got the chance to play in Selfoss I relished in the moment and I will always be thankful for their belief in me and giving me that opportunity.

4. Would you recommend this program and why? I would recommend this program because it’s family oriented and the basketball here is growing increasingly everyday and they implement hard work, that’s what is needed in this game because talent is good but without hard work you are only scratching the surface. Selfoss is good for someone to come and be able to grind and flourish in their career.

5. Being experienced in basketball at multiple levels, in different countries, what advice could you give the next generation coming through our academy? I would say to them not to focus on anybody’s time clock but your own. Meaning so what if someone is getting paid more or playing in the top league or on a better team there is beauty in every situation you’re in find it and use that to keep pressing forward. If you are worried why someone else is getting something and you have not just yet it could be maybe they went through some tragic moment in life you were spared from it could be they had triumphs and situations that they overcame and in doing so that is their reward whatever “that” is , yours could be around the corner just keep pressing forward at all times press forward no matter the circumstances.

6. What did you take from our program to your next team/basketball situation? What I took with me from Selfoss was being able to be a leader my dad always told me since high school to be voice-tress on the court and it took getting to Selfoss to find that confidence to try and jolt my team and trying to have encouragement when things weren’t looking too good for us or even when they were going our way just having words that were beneficial to any moment of the game I took that with me.

7. Are there any experiences from your time here that you remember most outside of basketball? I remember the food is amazing there, the people are super friendly and welcoming and the nice rivers and scenery on different drives, most of all just a family atmosphere having a home away from home.

8. Is their any advice you could give to foreign players to prepare them for their time here?Buy a north face coat lol enjoy the moment for real.