Um helgina fór fram fjórða og næst síðasta Íslandsmót vetrarins í minnibolta 11 ára. Frá okkur fóru 5 lið, 3 lið hjá strákunum og 2 lið frá stelpunum. Gaman að sjá fjölgunina sem orðið hefur í minniboltanum hjá okkur í vetur.
Strákarnir kepptu í Grafarvogi þar sem mótið var haldið á tveimur stöðum, í Dalhúsum og í Fjölnishöllinni. A og B liðin héldu sér uppi í sínum riðlum (fyrsta skipti sem A liðið nær að halda sér uppi í a riðli) og C liðið fór upp um riðil og leika í c riðli næst. Í heildina unnust 8 leikir af 13 sem verður að teljast býsna gott.
Stelpurnar spiluðu á Meistaravöllum þar sem bæði liðin spiluðu í c riðlum en sitthvorum riðlinum þó. A liðið var í mikilli keppni um að fara upp en lutu í lægra haldi fyrir heimastúlkum í KR. B liðið sem er eingöngu skipað leikmönnum á yngra ári sýndi flotta takta og nældu í góðan sigur. 4 sigrar í 8 leikjum og verður spennandi að sjá hvað stelpurnar gera á síðasta móti vetrarins.