Nú er rétti tíminn til að kynna sér nánar Körfuboltaakademíu Selfoss-Körfu við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Akademían býður upp á …
-4 kennslustundir í körfubolta í stundaskrá fjölbrautaskólans, þar sem megin áherslan er lögð á tækniæfingar og leikskilning.
-aukaæfingar og styrktarþjálfun á morgnana 3-4 sinnum í viku.
-kynningu á því hvað þarf til að stíga upp á næsta þrep, hvort sem það er háskólaboltinn í USA eða að hefja atvinnumannaferil erlendis.
-skemmtilega valgrein í námskrá skólans, alls 6 áfanga (6 annir) sem gefa 5 einingar hver, alls 30 einingar í námsferilinn.
-samstarf við erlenda skóla, sem hefur verið mikilvægur þáttur í starfsemi akademíunnar. Með aðstoð þjálfaranna hafa margir einstaklingar komist á skólastyrk í Bandaríkjunum og nemendur frá Englandi, Króatíu, Ítalíu, Skotlandi og fleiri Evrópulöndum hafa stundað nám við akademíuna á Selfossi.
-samstarf nágrannafélaga. Akademían er rekin af Selfoss-Körfu en í góðu samstarfi við nágrannafélögin í Árnessýslu; Þór í Þorlákshöfn, Hamar í Hveragerði og Umf. Hrunamanna.
-keppni á opinberum mótum. Akademían sendir til keppni á Íslandsmótinu og í bikarkeppni KKÍ sameiginlegt lið fyrrnefndra fjögurra félaga í drengjaflokki Þjálfari þess er Rui Costa. Á síðasta keppnistímabili tefldi akademían einnig fram stúlknaflokksliði og stefnt er að því að það verði gert aftur strax næsta tímabil og á hverju ári þaðan í frá.
Akademíuleikmenn eru einnig þátttakendur í sameinuðu unglingaflokksliði Selfoss, Hamars og Hrunamanna, sem einnig leikur á Íslandsmótinu og í bikarnum. Þjálfari þess er Chris Caird. Þór hefur á þessu keppnistímabili á að skipa nógu mörgum unglingaflokksleikmönnum til að halda úti eigin liði.
Nánari upplýsingar um akademíuna má finna hér á heimasíðu Selfoss-Körfu: https://selfosskarfa.is/akademian/
Einnig er sjálfsagt og velkomið að senda tölvupóst á félagið (selfosskarfa@gmail.com) eða yfirþjálfara akademíunnar (chris.caird@gmail.com) og spyrjast fyrir um hvað eina er varðar akademíuna.