Í ótíðinni í upphafi árs hefur nokkuð þurft að fresta leikjum og breyta leikjaniðurröðun. Leik Selfoss og Hamars í 1. deild karla sem fara átt fram 10. janúar sl. var frestað vegna þess að dómarar komust ekki austur yfir Heiði. Ekki er enn búið að setja þann leik á að nýju.

Leik FSU í bikarkeppni drengjaflokks gegn Fjölni, sem leika átti í gær, var frestað vegna færðar og veðurútlits. Sá leikur fer fram í kvöld, í Fjölnishöll kl. 21.10.

Fyrir vikið verður að fresta leik FSU gegn ÍR á Íslandsmóti drengjaflokks. Sá leikur átti að fara fram í Gjánni í kvöld en hann verður færður til. Nýr leiktími hefur ekki verið ákveðinn.

Þessar tilfæringar í drengjaflokki eru vegna þess að ljúka þarf umferðinni í bikarnum fyrir 20. janúar, og því víkur Íslandsmótið, skv. ákvörðun KKÍ.

Vonandi verður ekki meira um frestanir, en ekki er annað að gera en taka því sem að höndum ber þegar veðrið er annars vegar.