Rebecca Jasmine Vokes-Pierre leikmaður 9. flokks var á dögunum valin í æfingahóp U15 stúlkna. Er Rebecca fyrsti uppaldi leikmaðurinn í langan tíma frá Selfossi til þess að vera valin í æfingahóp fyrir landslið. Mun hún taka þátt í æfingum á milli jóla og nýars en um 30 manna æfingahóp er að ræða. Eftir þessar æfingar um jólin verður hópurinn svo minnkaður og að lokum verða það 18 leikmenn sem munu fara til Danmerkur í byrjun næsta sumars á alþjóðlegt mót sem haldið er í Kaupmannahöfn. Óskum við Rebeccu innilega til hamingju með árangurinn.

 

Rebecca er númer tvö frá vinstri á myndinni.