Selfoss-Karfa hefur ráðið Portúgalann Rui Costa í stöðu aðstoðarþjálfara fyrir m.fl. karla og við akademíu félagsins við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Costa hefur meira en 10 ára reynslu af þjálfun allra aldurshópa karla og kvenna og hefur sérhæft sig í að vinna með og þróa hæfileika ungra leikmanna.
Costa er með hæstu þjálfaragráðu í Portúgal og hefur þjálfað og stjórnað þjálfunáætlunum hjá nokkrum félögum. Nú síðast var hann aðstoðarþjálfari kvennaliðs CLIP sem fór upp í portúgölsku 1. deildina. Að auki var hann aðalþjálfari U19 ára kvennaliðs félagsins sem vann tvo meistaratitla í Portúgal og héraðsmeistaratitil.
Hann var einnig aðalþjálfari U16 ára liðs drengja sem vann meistaratitil þrjú ár í röð og hefur þjálfað og stjórnað mörgum körfuboltabúðum á sumrin.
Megin markmið hans sem þjálfari er nákvæmnisvinna í grunnatriðum körfuboltans og að hjálpa þannig leikmönnum að vaxa og dafna, ekki aðeins í boltanum heldur einnig sem einstaklingar. Þessir eiginleikar vógu þungt við val félagsins á honum, úr stórum hópi hæfra umsækjenda.
Aðspurður segir Costa sjálfur að hann sé afar spenntur fyrir þessu tækifæri, að fá að taka þátt í þróun og vexti akademíunnar og starfi Selfoss-Körfu og að vinna sem aðstoðarþjálfari með Chris Caird. Hann „geti ekki beðið eftir að hefja alþjóðlegan þjálfaraferil sinn á jafn spennandi landi og Íslandi“.