Sameinaður hópur frá Þór, Selfossi, Hamri og Hrunamönnum hefur spilað sem eitt lið í 7. flokki stúlkna í vetur.  Þetta var fyrsta árið sem stelpurnar spila saman og hefur árangurinn verið framar vonum.  Með sameiginlegum æfingum og hópefli hefur hópurinn náð að þjappa sér vel saman innan sem utan vallar.
Liðið spilaði ýmist í A eða B riðli og enduðu stelpurnar gott ár með því að vinna sig upp í A riðil.  Ágúst Örn Grétarsson hefur stýrt liðinu í vetur.
Meðfylgjandi mynd af þessum framtíðar merkisberum kvennakörfu á Suðurlandi er tekin eftir lokaleik liðsins á Þingeyri en þar fór síðasta keppni vetursins fram.  Á myndina vantar Aþenu Rós.