Selfoss fengu Skallagrím frá Borganesi í heimsókn í kvöld. Þetta er var annar leikur liðanna í vetur en fyrri leikinn vann Skallagrímur 83-77. Í kvöld voru það hinsvegar Selfyssingar sem enduðu á toppnum með 85-79 sigri. Það var ánægjulegt að sjá Gerald Robinsson og Ísar Freyr Jónasson aftur í leikmannahópi Selfyssinga, en þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli. Óli Gunnar Gestsson er að jafna sig eftir veikindi og spilaði því ekki í kvöld.

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn en undir lok fyrsta leikhluta náðu heimamenn að slíta sig frá gestunum, með Vito Smojver í fararbroddi, sem var einstaklega heitur í kvöld. Selfyssingar heldu áfram að sækja á gestina í öðrum leikhluta og náðu mest 19 stiga mun um miðjan leikhlutann. En Skallagrímur náðu þó aðeins að laga stöðuna fyrir hálfleik, 45-39. Skallagrímur spiluðu stífan varnarbolta í þriðja leikhluta sem gerði heimamönnum erfitt fyrir í sókninni. Það var síðan undir lok leikhlutans sem Skallagrímur jafna leikinn og allt í járnum. Fjórði leikhlutinn var nokkuð jafn, liðin skiptust á að leiða í leikhlutanum. Það var svo í lokin sem Selfyssingar náðu að slíta sig nógu mikið frá gestunum til að tryggja sér sigurinn. Lokaniðurstaða 85-79.

Í liði gestana var Bryan Battle öflugur með 23 stig. Aðrir atvæðamiklir voru Marinó Þór Pálmason með 16 stig, Davíð Guðmundsson með 14 stig og Simun Kovac með 10 stig.

Það voru aðeins fjórir menn sem sáu um að skora fyrir Selfyssinga í kvöld. Eins og svo oft áður var Trevon Evans stigahæstur með 32 stig. Gerald Robinson átti góðan leik með 25 stig og 16 fráköst. Vito Smojver var sjóðandi heitur í kvöld með 24 stig, þar af 18 í fyrri hálfleik. Gasper Rojko var með 4 stig.

Næsti leikur Selfyssinga er föstudaginn 17. desember gegn Sindra á Höfn í Hofnafirði.

ÁFRAM SELFOSS!