Set ehf. hefur skrifað undir nýjan styrktarsamning við Selfoss Körfu til næstu þriggja ára.

Það er sérstaklega ánægjulegt að vinna með fyrirtækinu, sem hefur árum saman verið hryggjarstykkið í stuðningsliði körfuboltans á Selfossi, og reyndar íþróttahreyfingarinnar allrar í sveitarfélaginu.

Samningurinn kveður á um fjárhagslegan stuðning við það uppbyggingarstarf sem félagið leggur megináherslu á, uppeldi í yngriflokkastarfinu og aðstoð við unga leikmenn að þróa leik sin, þroskast í dagsins önn og takast á við áskoranir í meistarflokkum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Bergstein Einarsson, framkvæmdastjóra Set ehf. og Gylfa Þorkelsson, formann Körfuknattleiksfélags Selfoss, að lokinni undirritun samningsins.