Selfyssingar fengu nágranna sína Hrunamenn frá Flúðum í heimsókn sl. mánudag í 1. deild karla. Var það þetta fyrsti heimaleikur Selfoss síðan liðið lék gegn Fjölni 4. janúar, en hefur leikjadagskrá liðsins aðeins riðlast til vegna Covid-veikinda í liðinu. En allir lykilleikmenn liðsins voru mættir til leiks á móti Hrunamönnum og unnu þeir góða sigur í stigamiklum leik, 113-103.
Hrunamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru mun einbeittari en Selfyssingar. Þeir stóðu sig betur í vörninni og frákastabaráttunni og voru fljótir að refsa þegar heimamenn töpuðu boltanum. Þeir náðu að komast í 11 stiga mun í byrjun 2. leikhluta og héldu þeir forskotinu framyfir miðjan leikhlutann en þá vöknuðu heimamenn til lífsins og náðu að jafna leikinn í 51-51.
Trevon Evans, sem lét ekki mikið á sig kveða í 1. og 2. leikhluta, og Gerald Robinson settu allt á fullt og fóru fyrir liðinu í 3. leikhluta. Stemningin og baráttugleðin í liðinu var allt önnur en fyrri hluta leiksins og náðu Selfyssingar að halda Hrunamönnum í öruggri fjarlægð alveg þangað til dómararnir flautuðu leikinn af. Lokastaða 113-103.
Selfoss hittu vel fyrir utan þriggjastigalínuna í leiknum og voru 50% nýtingu, á meðan Hrunamenn voru aðeins með 17% nýtingu í þriggjastigaskotunum.
Gerald Robinson var hreint út sagt magnaðaur í leiknum og skilaði 41 stigi og 9 fráköstum fyrir liðið sitt. Næstu á eftir honum kom Trevon Evans með 25 stig, sem komu næstum því öll í seinni helming leiksins. Gasper Rojko var 15 stig og var baráttugleði hans veigamikil í leiknum. Restin af stigunum dreifðist vel á hina leikmenninga, Vita Smojver 11 stig, Ísar Freyr Jónasson 8 stig, Austin Bracey 8 stig, Arnar Geri Líndal 3 stig og Óli Gunnar Gestsson 2 stig.
Selfyssingar sitja sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 18 stig, aðeins 2 stigum á eftir Sindra.
Næst leikur Selfyssingar er föstudaginn 11. febrúar í Gjánni á Selfossi, en þá tekur liðið á mót Hetti frá Egilsstöðum, sem þeir töpuðu naumlega fyrir í framlengdum leik á Egilsstöðum fyrir ekki svo löngu síðan.