Bæði 10. flokksliðin okkar í drengjaflokki léku sl. föstudag í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.
A liðið lék gegn C liði Stjörnunnar, sem er í raun mjög sterkt lið 9.flokks Stjörnunnar, sem hefur ekki tapað leik allt árið í sínum flokki, og var því skráð sem C lið í 10. flokki til að fá frekari áskoranir. Mjög flottur hópur þarna á ferðinni.
Við náðum yfirhöndinni strax og vorum yfir allan leikinn þó að þeir gæfu okkur ekkert eftir og brotnuðu aldrei undan pressunni sem við létum á þá. Unnum þennan leik 90-60.
B liðið spilaði gegn mjög sterku A liði 10. flokks Stjörnunnar, sem eru auðvitað ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum árgangi. Við byrjuðum illa en vorum samt fljótir að ranka við okkur og gerðum þetta að hörkuleik á köflum. Stjarnan vann 94 -59 en B liðið okkar stóð sig frábærlega í þessum leik og vann 2. og 4. leikhluta en hinir tveir leikhlutarnir voru okkur þungir.
A liðið er því komið áfram í undanúrslit og verður spennandi að sjá á móti hverjum það lendir.
ÁFRAM SELFOSS!!!