Aljaž Vidmar  hefur fengið inngöngu í Körfuboltaakademíu Selfoss-Körfu við FSu. Hann er 18 ára gamall strákur frá Vojsko, litlu þorpi í Slóveníu.

Vidmar er 6-8 kraftframherji, en líkamsburðir hans og hæfileikar gera honum kleift að spila fleiri stöður. Hann hefur leikið með m.fl. liðum KK Hidria í heimalandinu og KK Ljubljana og í U17 og U19 ára liðum félaganna, þar sem hann átti marga stórleiki, m.a. 21 stig og 17 fráköst í 8 liða úrslitum í deildararkeppni. Vidmar hefur verið í landsliðshópi Slóveníu í U-18 og er nú í U20 landsliðshópi.

Aljaž Vidmar er þegar kominn til landsins, eins og aðrir erlendir akademíuleikmenn, enda skólastarf að hefjast næstu daga.

Selfoss-Karfa býður Aljaž hjartanlega velkominn til félagsins og óskar honum góðs gengis.

Það er mjög ánægjulegt fyrir starfsemi félagsins og akademíuna hve mikill áhugi er fyrir skráningu erlendis frá. Má segja að við séum þegar vel á undan áætlunum í uppbyggingu alþjóðlega viðurkenndrar og eftirsóttrar akademíu. Ekki má heldur gleyma öllum efnilegustu leikmönnum Suðurlands sem sækja hana og að stórefnilegir leikmenn annars staðar að af landiu eru aftur meðal nemenda.

Það er ljóst að það verður mikil og verðug samkeppni hæfileikaríkra einstaklinga, stráka og stúlkna, á æfingum í vetur, sem og í unglingaflokksliði Selfoss.