Laugardaginn 13. október lagði b-lið drengjaflokks FSu-Akademíu í ferðalag á Sauðárkrók þar sem spilað var við heimamenn í Tindastóli. Skemmst er frá því að segja að okkar menn sáu aldrei til sólar í leiknum þrátt fyrir fallegt haustveður. Sérstaklega gekk illa að setja boltann ofan í körfuna í fyrri hálfleik og var staða í hálfleik orðin 52-14. Aðeins náðu okkar menn að laga sóknarleikinn í seinni hálfleik þrátt fyrir að skortur hafi verið á varnarleik allan leikinn og endaði leikurinn með öruggum sigri heimamanna 95-45.
Stigaskor FSu: Daníel Sigmar 12 stig, Arnar Dagur 9 stig, Sigurður Dagur 9 stig, Anthony Karl 7 stig, Gísli 6 stig, Guðjón 2 stig.
Næsti leikur hjá strákunum er (líklega) 30. október á útivelli á móti Snæfelli.