Það var meira en nóg um að vera hjá félaginu um helgina, ekki færri en fjögur yngriflokkalið að keppa á Íslandsmótinu. Að venju var árangurinn aldeilis yndislegur, stór hópur af krökkum fékk tækifæri til að sýna árangur æfinga undanfarinna vikna og láta ljós sitt skína, en það er einmitt aðalmálið í starfi félagsins. Það eru ekki lítil forréttindi að leiða slíkt starf.

7. flokkur keppti á helgarmóti og voru úrslit helgarinnar eftirfarandi:

Hrunamenn/Selfoss, helgarmót 7. flokks stúlkna:

Fjölnir b – Hrun/Self                      22:23

Hrun/Self – Afturelding                 30:20

Keflavík b – Hrun/Self                   27:12

Njarðvík 8.fl. – Hrun/Self              36:16

Selfoss b, helgarmót 7. flokks drengja

Selfoss b – Fylkir                             23:20

Stjarnan d – Selfoss b                    34.20

Selfoss b – Þór Ak. b                      27:29

Selfoss b – Höttur b                       42:22

Einnig léku 9. og 10. flokkur  drengja um helgina en þessir aldursflokkar keppa ekki á helgarmótum heldur í deildakeppni.

9. flokkur Selfoss/Hamars mætti  b liði Stjörnunnar á heimavelli sínum í Gjánni á laugardeginum. Strákarnir áttu skínandi leik og sýndu góða takta og unnu leikinn örugglega.

9. flokkur drengja:

Selfoss/Hamar – Stjarnan b         65:44

Í dag, sunnudag, mætti svo Selfossliðið í 10. flokki drengja Stjörnunni, einnig á heimavelli, og skemmst er frá því að segja að okkar menn léku við hvurn sinn fingur og unnu öruggan sigur. Liðið virðist því vera komið á beinu brautina eftir að hafa aðeins hikstað í byrjun tímabils:.

10. flokkur drengja:

Selfoss – Stjarnan                          85:71

 

Það er því bullandi gangur í yngriflokkastarfinu og bjartir tímar framundan í Flóanum.

ÁFRAM SELFOSS!!!