Meistaraflokkur karla tók á móti Fjölni í kvöld í 7. umferð 1. deildarinnar. Fyrir leikinn voru bæði lið búin að vinna tvo leiki og tapa fjórum í deildinni.
Gestirnir komu mjög sterkir til leiks og voru með fullkomna stjórn á leiknum alveg frá byrjun. Selfyssingar áttu erfitt með að koma sér inn í leikinn og áttu fá svör við sóknarleik Fjölnis. Fjölnir fóru inn í hálfleikinn með myndarlega forustu, staðan 39-63. Eftir hálfleikshlé héldu Fjölnismenn áfram að breikka bilið allt til leiksloka. Lokastaðan í leiknum 71-103.
Það jákvæða sem hægt er að taka úr leiknum er að Selfyssingar náðu að dreifa spilatímanum vel á milli leikmanna. Ungu leikmenn liðsins sem hafa fengið lítið að spila í vetur fengu að spreyta sig og sanna sig inni á vellinum. Svona leikir geta verið ómetanleg reynsla fyrir leikmenn sem eru að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki.
Atkvæðamestur í liði Selfyssinga var Vojtéch Novák með 19 stig og 8 fráköst. Follie Bogan var með 18 stig, Svavar Ingi 7 stig, Ari Hrannar 7 stig, Arnór Bjarki 5 stig, Tristan Máni 4 stig, Birkir Máni 3 stig, Fróði Larsen 3 stig, Gísli Steinn 2 stig, Sigurður Darri 2 stig og Skarphéðinn Árni 1 stig.
Næsti leikur liðsins er 23. nóvember á móti Ármanni. Leikurinn fer fram í Laugardalshöll kl. 17.
Áfram Selfoss!