Einn leikur var á dagskránni hjá okkur í gær. Leikið var á Íslandsmótinu í 12. flokki drengja á heimavelli í Gjánni og  unnu okkar menn stóran sigur á sameinuðum nágrönnum sínum úr Þór Þ. og Hamari.

Selfoss 120 – 80 Þór. Þ/Hamar

Selfossliðið er taplaust í 2. deild 12. flokks eftir 7 umferðir og stigahlutfallið 722/450 sem gerir 272 stig í plús. Það þýðir að liðið hefur unnið leiki sína að meðaltali með tæplega 39 stiga mun, skorað 103,1 stig og fengið á sig aðeins 64,3.

Selfoss er í 2. deild 12. flokks þar sem félagið atti ekki fram  liði í 11. flokki í fyrra. Þess ber einnig að geta að 12. flokksliðið okkar er að stofni til skipað strákum úr 11. flokki, fæddum 2006, en aðeins tveir leikmenn í liðinu eru á „réttu ári“, fæddir 2005.

Hægt og bítandi er okkur að takast að treysta þann grunn sem nauðsynlegur er undir reisulegar byggingar framtíðarinnar.

ÁFRAM SELFOSS!!!