Sameiginlegt Árnessýslulið Þórs/Hamars/Selfoss/Hrunamanna fer vel af stað í stúlknaflokki. Liðið hefur leikið tvo leiki á Íslandsmótinu og unnið þá báða.
Fyrri leikurinn var gegn Ármanni á útivelli í íþróttahúsi Kennaraháskólans þann 6. september og lauk með 10 stiga sigri þeirra sunnlensku, 69-79.
Í gær, sunnudag, mættu stelpurnar svo Snæfelli á heimavellinum í Þorlákshöfn og unnu með miklum mun, 88-31.