Lið Suðurlands í stúlknaflokki mætir Fjölni á mánudaginn kemur, 13. desember, í undanúrslitum VÍS bikarsins. Leikurinn fer fram á heimavelli liðsins í Þorlákshöfn kl. 20:00.

Suðurland (Þór/Hamar/Selfoss/Hrunamenn) sigraði Breiðablik í hörkuleik með 7 stiga mun í 8 liða úrslitum 1. nóvember sl. en Fjölnir lagði Aþenu örugglega, 88-61.

Hin tvö liðin sem eigast við í undanúrslitum eru Stjarnan og Keflavík, sem leika 19. desember. Stjarnan vann Hauka en Keflavík vann Njarðvík í 8 liða úrslitunum.

Ekki er lengra síðan en sl. mánudag að sagt var frá stórsigri Suðurlands á Haukum b í deildakeppni stúlknaflokks, þannig að það er aldeilis bullandi gangur hjá stelpunum og skammt stórra högga á milli.

Þetta verður góð prófraun á mánudaginn fyrir stelpurnar sem eru í 4. sæti 2. deildar á meðan Fjölnir er í 2. sæti 1. deildar, með aðeins 1 tapleik eins og topplið Keflavíkur.

Það verður því spennandi að sjá hvernig stelpurnar okkar mæta til leiks, því þær eru til alls líklegar og eru alltaf að slípast betur saman sem lið.

ÁFRAM SUÐURLAND!!!