Félagið sótti um styrki á nokkra staði í haust og hefur verið svo lánsamt að hljóta tvo styrki úr samfélagssjóðum Krónunnar annars vegar og Byko hins vegar. Styrkjunum er ætlað að efla stelpu- og kvennastarfið okkar og koma svo sannarlega að góðum notum.
Eins og áður hefur komið fram ákvað félagið að endurvekja meistaraflokk kvenna nú í vor þegar öflugar ungar konur óskuðu eftir því við félagið að farið væri af stað með kvennalið. Ein af lykilástæðum þess að farið var af stað er að yngri iðkendur okkar hafi fyrirmyndir í sinni grein og það sé spennandi að hafa eitthvað að stefna á í sinni heimabyggð. Verkefnið snýr að því að efla þessa umgjörð í kringum kvenna- og stelpustarfið. Markmiðið með verkefninu er fyrst og fremst að vekja áhuga fleiri stelpna til að nýta körfubolta til að efla sína heilsu, sjálfstraust og líðan. Verkefnið miðar einnig að því að styðja við umgjörð unga meistaraflokksliðsins okkar og efla samfélagið okkar hér í kringum körfuna.
Við þökkum Krónunni og Byko kærlega fyrir stuðninginn!