Þær gleðifréttir getur heimasíðan nú staðfest að Sveinn Hafsteinn Gunnarsson verður áfram með Selfossliðinu næsta árið, en hann skrifaði undir leikmannasamning á dögunum.
Svenni er þar með að hefja sitt fjórða keppnistímabil hjá okkur, og er auðvitað kominn á fulla ferð í undirbúningi fyrir komandi átök. Hann varð fyrir því óláni sl. haust að meiðast á öxl og missti því af mikilvægum tíma í upphafi móts, en náði þó 14 leikjum þegar upp var staðið og 4:35 mínútum. Tímabilið 17-18 spilaði Svenni hins vegar 18:25 mínútur að meðaltali í 23 leikjum, þar af 60% í byrjunarliði.
En burtséð frá allri tölfræði, þá er Svenni ómetanlegur í leikmannahópnum, með dugnaði sínum og fórnfýsi setur hann gott fordæmi og er drengur góður í hvívetna.