Sveinn Hafsteinn Gunnarsson skrifaði í kvöld undir nýjan leikmannasamning og tekur því slaginn með Selfossi þriðja árið í röð.
Sveinn Hafsteinn er skotbakvörður og lék á síðasta tímabili 18:25 mínútur að meðaltali í leik, skoraði 4,7 stig og skilaði 5,0 framlagspunktum.
Svenni er gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðjunni, eðaldrengur inn að beini og sannkallað „eftirlæti þjálfarans“ með vinnusemi sinni, jákvæðni og drífandi persónleika og er því sannarlega velkominn í mikið endurnýjaðan leikmannahópinn.