Í kvöld mættu Fjölnismenn í Gjánna í Vallaskóla. Leikmannahópur Selfyssingar var heldur þunnur í kvöld, en það vantaði Trevon Evans í hópinn, sem er buttabrotinn, ásamt nokkrum öðrum yngri leikmönnum. Nýtt andlit var þó í hópnum en Austin Bracey var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhlutann 24-19. Þeim gekk vel að spila boltanum á milli sín og stigaskor dreifðist vel á milli leikmanna. Fjölnismenn náðu að hrista jólasteikina af sér í öðrum leikhluta og söxuðu jafnt og þétt á Selfyssinga. Þeir ná svo að jafna leikinn í 42-42 þegar 1:30 mín. eru eftir af leikhlutanum og komast loks yfir nokkrum sekúndum fyrir leikhlutalok. Staðan í hálfleik 45-48.

Selfyssingar byrjuðu þriðja leikhlutann mjög illa, sóknarleikurinn slakur og of margir tapaðir boltar, sem gestirnir nýttu sér vel. Heimamenn voru aðeins með 5 stig í leikhlutanum þegar 5 mín. voru liðnar. Fjölnismenn héldu sínu striki áfram og góð stemning í liðshópnum. Selfyssingar settu niður mikilvægar körfur í lok leikhlutans og komu sér aftur inn í leikinn. Staðan var 61-73 þegar lokaleikhlutinn byrjaði. Leikhlutinn var nokkuð jafn framan af en Fjölnismenn þó alltaf nokkrum skrefum á undan og héldu þeir forystunni út leikinn og vinna með 10 stiga mun, 81-91.

Selfyssingar voru klárlega langt frá sínu besta í kvöld en liðið virkaði frekar ráðalaust. Þeim gekk illa að koma boltanum upp völlinn og söknuðu greinilega Trevon Evans. Liðið var með 26 tapaða bolta í kvöld, sem er það mesta á þessu tímabili.

Í liði gestanna var Dwayne Foreman Jr. seigur með 29 stig. Næstur á eftir honum var Daníel Ágúst Halldórsson með 19 stig. Ólafur Ingi Styrmisson var með 16 stig, Karl Ísak Birgisson 12 stig, Hilmar Arnarson 7 stig, Rafn Kristján Kristjánsson 4 stig, Brynjar Kári Gunnarsson 2 stig. og Mirza Sarajlija 2 stig.

Akvæðamestur í liði heimamanna var Gerald Robinson með 25 stig. Gasper Rojko var einnig öflugur með 17 stig og 14 fráköst. Nýliðinn Austin Bracey skilaði 19 stigum í opnunarleiknum sínum. Ísar Freyr Jónasson var með 11 stig, Vito Smojver 7 stig og Óli Gunnar Gestsson 2 stig.

Það er stutt pása hjá okkar mönnum en næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn gegn Haukum á útivelli. Búast má við hörkuleik, en Haukar tróna á toppi deildarinnar með 24 stig, á meðan Selfyssingar eru í 6. sæti með 14 stig.

Tölfræði leiksins

Myndasafn