Þrír enskir strákar eru nú komnir á Selfoss til að nema við körfuboltaakademíu FSu og Selfoss-Körfu. Þetta er í þriðja sinn sem „Student Athlete Network“ hjálpar ungum körfuboltamönnum að komast í eftirsóttar akademíur utan landsteinanna á Erasmuns styrk, fyrri tvö skiptin í Sunlive Basketball Academy í Portúgal en að þessu sinni var áfangastaðurinn Selfoss og samstarfsaðilarnir á hinum endanum Itchen College Basketball Academy og Myerscough College Basketball Academy í Englandi.
Strákarnir sem um ræðir eru Bradley Kaboza, Shaydon Eytle og Tyreese Hudson. Kaboza er 6’2 bakvörður, nýlega orðinn 19 ára gamall, Eytle er 6 feta bakvörður á 19. ári og Hudson 6’6 framherji á 20. ári. Jafnframt því að nema við akademíuna verða þeir í æfinga- og leikmannahópi félagsins í unglinga- og meistaraflokki.
Selfoss-Karfa fagnar síauknum áhuga á akademíunni og starfi félagsins, jafnt innanlands sem erlendis frá, býður þessa metnaðarfullu drengi velkomna til félagsins og í akademíuna, og hlakkar til að vinna með þeim.
Sjá má frétt SAN á Facebook síðu samtakanna hér.