Eftirfarandi tilkynning barst frá Körfuboltasambandinu, og hvetjum við félaga til að taka þátt:
KKÍ mun á næstunni standa fyrir þrautakeppnum sem öllum landsmönnum gefst kostur á að keppa í með því að pósta á samfélagsmiðla. Fyrsta keppnin hefst í dag, miðvikudaginn 15. apríl og stendur til þriðjudagsins 21. apríl, en keppt verður í Boltaspuna. Allar upplýsingar um keppnirnar má finna á Fésbókarsíðu KKÍ https://www.facebook.com/kki.islands og á heimasíðu KKÍ http://kki.is/fraedslumal/thrautakeppnir-kki/. Við hvetjum ykkur til að deila þessu áfram til ykkar iðkenda og foreldra og hvetjum sem flesta til að taka þátt.
Framundan eru minnst fjórar keppnir, en mögulegt er að fleiri bætist við og að keppt verði í hinum ýmsu þrautum inn í sumarið. Veitt verða verðlaun til sigurvegara. Við hvetjum fólk líka til á láta hugmyndaflugið ráða og finna nýja og skemmtilega vinkla á þrautirnar, en veitt verða aukaverðlaun fyrir sköpunargleði og skemmtilegar útfærslur. Hreyfing hefur sjaldan verið mikilvægari en um þessar stundir og heimakeppnirnar geta verið skemmtileg leið til að stytta sér stundirnar og virkja bæði huga og limi.