Þrír leikmenn Selfoss hafa skrifað undir samning um að leika áfram með liðinu á næsta keppnistímabili í 1. deild karla.
Sigmar Jóhann Bjarnason tekur sitt fjórða tímabil með Selfossliðinu. Sigmar verður seint fullmetinn í leikmannahópnum en hann var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili, 22 ára gamall. Sigmar spilaði um 11 mínútur að meðaltali í 23 leikjum í fyrra.
Arnar Geir Líndal mun leika sitt annað tímabil í Selfossbúningnum. Hann er 22 ára, setti 3 stig á um 12 mínútum að meðaltali í 23 leikjum í fyrra.
Ísar Freyr Jónasson er á 20. aldursári og kom til liðs við Selfoss frá KR í fyrra. Ísar spilaði 24 mínútur, skoraði 5 stig og tók 3 fráköst að meðaltali í 22 leikjum. Ísar var einnig í þjálfarateymi yngriflokka á Selfossi, vinsæll þjálfari og góð fyrirmynd. Hann er í æfingahóp U20 ára landsliðsins.
Við bjóðum þessa eðaldrengi velkomna í ungan og spennandi leikmannahóp Selfoss.