Fyrsti leikurinn hjá meistaraflokki kvenna fór fram í kvöld þegar þær mættu Ármanni í Laugardagshöllinni. Mikil spenna var fyrir leiknum en eins og vitað er var meistaraflokkurinn stofnaður í sumar.

Ármann voru með yfirhöndina allan leikinn og voru erfiðir andstæðingar fyrir stelpurnar okkar. Heimakonur settu tóninn strax í byrjun leiks. Þær héldu okkar stelpum í hæfilegri fjarlægð allan leikinn og bættu jafnt og þétt við forskotið allt til leiksloka. Lokastaðan í leiknum 90-53.

Atkvæðamest hjá Selfyssingum í kvöld var Eva Run með 14 stig og 7 fráköst. Einnig átti Anna Katrín góðan leik með 12 stig og 4 stoðsendingar. Sigríður Svanhvít skoraði 9 stig, Eva Margrét 7 stig, Perla María 4 stig, Lilja Heiðbjört 3 stig, Elín Þórdís 2 stig og Diljá Salka 2 stig.

Þrátt fyrir tap í fyrsta leik tímabilsins verður spennandi að fylgjast með þessu unga og efnilega liði í vetur.

Við þurfum því miður að bíða aðeins lengur eftir fyrsta heimaleik liðsins en næsti leikur liðsins er laugardaginn 12. október kl. 18:00 á móti KR-ingum á Meistaravöllum í Vesturbænum. KR er spáð efsta sæti deildarinnar og því verðugt verkefni fyrir höndum. Hvetjum við alla til að gera sér ferð til Reykjavíkur.

 

Tölfræði leiksins.