Sameiginlegt unglingaflokkslið Selfoss/Hamars hóf keppnistímabilið 1. september sl. gegn ÍR í Hertz-Hellinum í Breiðholti. Leikurinn byrjaði með látum og mistök á báða bóga, þó voru ÍRingar sleipari á boltanum og Selfoss/Hamar fékk fyrir vikið margar auðveldar körfur í upphafi, leiddi 4-19 eftir 5 mín. leik. Leikurinn jafnaðist og var í járnum fram að hálfleik, en þá leiddu okkar menn með 4 stigum.

Í seinni hálfleik gekk á ýmsu, Selfoss/Hamar kom forystunni nokkrum sinnum í tveggjastafatölu en ÍR lét ekki deigan síga og jafnt var á mörgum tölum. Í síðasta fjórðung tók Selfoss/Hamar völdin með góðri vörn og nokkur erfið skot duttu að auki svo leiknum lauk með 19 stiga sigri, 81-100.

Gabríel Boama var mjög öflugur fyrir Selfoss/Hamar, með 35 stig og 10 stoðsendingar. Einnig Óli Gunnar með 32 stig og 21 frákast. Sigurður Dagur setti 14 stig (4/5 í þristum), Ísar Freyr 14 stig, Haukur Davíðsson 3, Styrmir Jónasar 4 stig og Þorgrímur Starri 1 stig.

Það er gaman að byrja tímabilið á sigri gegn góðu ÍR liði, okkar menn hafa ekki náð að æfa mikið saman og eiga alveg eftir að stilla saman strengina. Sjáum til hvernig það verkast allt saman þegar frá líður, en þetta eru flottir drengir.

ÁFRAM SELFOSS/HAMAR!!!!