Jafnréttisstefna

Eineltisstefna

Umhverfisstefna

Persónuverndarstefna

Fræðsla og forvarnir

Siðareglur

Umhverfisstefna

Selfoss-Karfa fylgir gildandi stefnu ÍSÍ í umhverfismálum og sýnir umhverfi sínu ávallt tilhlýðilega virðingu. Góð umgengni í íþróttahúsi og í umhverfi þess er tilvalinn upphafspunktur að slíkri fræðslu. Félagið lítur á það sem hluta af sinni ábyrgð að kenna ungmennum að halda heimavelli félagsins og umhverfi hans snyrtilegu. Félagið mun kappkosta að ruslatunnur séu til staðar í kringum heimavöll og æfingasvæði þess og verða áhorfendur uppfræddir um staðsetn­ingu þeirra, innan sem utandyra. Aukin umhverfisvitund félagsmanna Selfoss-Körfu er eitthvað sem skiptir máli í því íþróttalega uppeldi sem fram fer innan félagsins. Stefna Selfoss-Körfu er að vera fyrirmynd annara þegar kemur umhverfismálum.

  • Iðkendur og foreldrar eru hvattir til að hjóla eða ganga á æfingar sér til heilsubótar til að minnka útblástur frá bílum.
  • Pappírsnotkun er takmörkuð eins og kostur er.
  • Ótímabær endurnýjun búninga er fyrirbyggð með sérstakri meðhöndlun.
  • Notkun einnota vara er í lágmarki eins og kostur er.
  • Iðkendur, foreldrar og aðrir í starfsemi félagsins nota ruslafötur á æfinga- og keppnissvæðum.
  • Endurnýtanlegar umbúðir sem falla til í starfsemi félagsins eru flokkaðar og þeim komið í endurvinnslu.
  • Meðferð bolta og annars búnaðar sem félagið hefur afnot af í starfi sínu tryggi endingu þeirra.
  • Foreldrar gæti þess við undirbúning keppnisferða að nesti sé pakkað sem mest í fjölnota umbúðir og takmörkuð verði notkun einnota umbúða.
Jáverk
Set
Hótel Selfoss
Höldur
Ræktó
Ræktó
Ræktó