Í vor voru þau Elín Þórdís Pálsdóttir, Lilja Heiðbjört Valdimarsdóttir, Rebecca Jasmine Pierre og Styrmir Þorbjörnsson valin til þess að fara í afreksbúðir KKÍ í sumar. Á hverju ári er fjöldi leikmanna af öllu landinu valinn til þess að taka þátt í búðum þar sem leikmenn fá að kynnast hvernig æfingar og kröfur yngri landsliða Íslands eru. Öll hafa þau bætt sig mikið á síðustu árum og stóðu þau sig mjög vel í búðunum í sumar, voru sjálfum sér og félagin til mikils sóma.
Gaman er að sjá yngri flokkana okkar blómstra sem aldrei fyrr og eru spennandi tímar framundan.
Á myndinni eru stelpurnar ásamt Kalla þjálfara sínum.