Selfoss lék gegn Vestra í gærkvöldi á heimavelli sínum. Þetta var síðasti leikur liðsins í 1. deild karla á þessu ári, leikmenn komnir í jólafríið sitt, en Vestri á enn eftir einn leik fyrir jól. Þrátt fyrir ágæt áhlaup náði Selfossliðið ekki að fylgja þeim nægjanlega vel eftir síðustu mínúturnar og Vestri vann að lokum 7 stiga sigur, 62-69.

Selfoss byrjaði betur, 6-2 eftir 3 mín. en Vestri skoraði 9-0 á næstu þremur og leiddi síðan mestallan fyrri hálfleikinn, með allt upp í 10 stigum, 14-24 og 19-29 í öðrum hluta. Selfoss jafnaði 31-31 og svo aftur með flautuneyðarskoti út undir miðju, 34-34 í hálfleik.

Selfoss var oftast skrefinu á undan í þriðja hluta en Vestri skoraði 5 síðustu stig fjórðungsins og leiddi 48-51 við lok hans. Framan af fjórða hluta var Vestri á undan að skora og leikurinn hnífjafn en um hann miðjan náðu gestirnir 8 stiga forskoti, 55-63, sem heimastrákum reyndist of stór biti, þó þeir minnkuðu muninn í 62-65 þegar þrjár mín. voru eftir. Á örlagastundu þarna í lokin fór vélin að hökta, sóknaraðgerðir voru ekki nógu markvissar og Vestri skoraði síðustu 4 stigin.

Hvorugt liðið var upp á sitt besta í gær, en Selfossliðið glataði þarna gráupplögðu tækifæri að tryggja stöðu sína í  úrslitakeppnissæti, og hafði alla burði til að vinna, jafna við Vestra í 4.-5. sæti deildarinnar með 10 stig, því Ísfirðingar mættu nokkuð laskaðir til leiks, Nemanja fjarverandi og Nebosja í hálfgerðu skralli.

Sömuleiðis er hnjaskvagn Selfoss þéttsetinn: Maciek, Ragnar Magni og Bergvin, að Hlyni ógleymdum, og Arnór Bjarki fjarverandi að auki. Allt leikmenn sem verið hafa (misoft) í byrjunarliði Selfoss.

En til að vinna vantaði forþjöppuna, smá aukakraft og einbeitingu til að nýta tækifærin. Okkar efstu tölfræðimenn náðu ekki sínum meðaltölum og aðeins einn, Arnór Ívarsson, bætti sínar tölur. Það dugði ekki, og mun ekki duga gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Að ekki sé talað um 24 tapaða bolta, tala sem ekki hefur sést síðan í upphafi móts. Verður spennandi að sjá hvort liðið hittir á leik eftir áramót þar sem fleiri en 2-3 eru við sitt besta í einu!!!

Matic Macek var einna bestur Vestramanna með 8 stig, 9 frk. og 5 stoðsendingar, 16 framlagspunkta. Hugi Hallgrímsson var næstframlagshæstur með 15 punkta, 9 stig og 5 fráköst og bróðir hans Hilmir setti 12 stig og var með hæsta +/- gildið í liðinu. Nebosja skoraði 11 og tók 10 fráköst, Ingimar Aron skoraði 12, Marko Dmitrovic 15 og Egill Fjölnisson 2 stig.

Christian Cunningham var atkvæðamestur heimamanna með 16 stig og 14 fráköst, 3 varin skot og 3 stolna, 24 framlagspunkta. Vestri tví- og þrídekkaði hann við teiginn en Selfossliðið var ekki nógu hreyfanlegt til að nýta sér það sem skyldi. Arnór Ívarson átti sinn besta leik, skoraði 12 stig, tók 5 fráköst og stjórnaði af yfirvegun. Kristijan skoraði einnig 12 stig en var ekki vel einbeittur að þessu sinni, eins og nýtingin og tapaðir boltar bera með sér. Alex átti ágæta spretti, skoraði 5 stig og tók 9 fráköst, Svavar Ingi og Páll skoruðu 6 stig hvor, Rhys 3 og Sveinn Hafsteinn 2.

Tölfræðin 

Sýnishorn úr leiknum

Way too many turnovers cost Selfoss the game

A quick start wasn’t enough to maintain the focus needed to beat a good Vestri team. Again both teams were missing key pieces going into this game, and it showed. Both teams weren’t clicking the same offensively, but that’s no excuse for Selfoss. Way too many turnovers (24) cost them this game. Vestri fought back in the 1st quarter to take an early lead 14-22, but a great second quarter by Selfoss with a buzzer beating 3 tied the game at 34-34. Fould trouble to key players and a lack of focus on the offensive end, with multiple turnovers gave Vestri the game with a final score of Selfoss 62 – Vestri 69. Player of the game: Christian Cunningham 16pts, 14rebs, 3stls, 3blks.

Statistics 

Highlights