Nú er yngriflokkastarfið að hefjast. Elstu árgangarnir eru komnir á fullt, miðhópurinn byrjar í næstu viku og yngstu krakkarnir samhliða skóla mánudaginn 23. ágúst.
Yngriflokkaráð hefur nú ráðið þjálfara fyrir alla æfingahópa og má segja að þjálfarateymið hafi sjaldan eða aldrei verið jafn öflugt.
Æfingataflan er í smíðum, en beðið er eftir skiptingu æfingatíma milli félaga í íþróttahúsin frá starfsmanni sveitarfélagsins. Um leið og það liggur fyrir ljúkum við niðurröðun æfinga fyrir okkar hópa.
Þjálfarar yngri flokka verða sem hér segir:
Yfirþjálfari yngri flokka: Halldór Steingrímsson
Unglingaflokkur karla: Chris Caird
10. flokkur drengja: Karl Ágúst Hannibalsson og Halldór Steingrímsson
10. flokkur stúlkna: Halldór Steingrímsson
9. flokkur drengja: Hlynur Héðinsson
7. flokkur drengja: Ísar Freyr Jónasson
Minnibolti 10 og 11 ára drengja: Karl Ágúst Hannibalsson
Minnibolti 8 og 9 ára drengja: Hlynur Héðinsson
Minnibolti 8-11 ára stúlkna: Trausti Jóhannsson
Minnibolti 5-7 ára: Bjarni Þór Erlingsson
Þegar fyrir liggur fjöldi iðkenda í hverjum æfingahóp verða aðstoðarþjálfarar ráðnir eftir þörfum, en aldrei verður einn þjálfari með fleiri iðkendur en 15 í hverjum hópi.