Eineltisstefna
Einelti er síendurtekið ofbeldi þar sem einn eða fleiri níðast á eða ráðast síendurtekið á einhvern einstakling. Ofbeldið getur verið félagslegt, líkamlegt, andlegt eða efnislegt.
- Félagslegt: einstaklingur er skilinn útundan, er strítt, lítið gert úr honum eða gerðar særandi athugasemdir í formi svipbrigða, andvarpa, eftirherma og þess háttar.
- Líkamlegt: einstaklingur er umkringdur, sparkað í hann, hann hárreittur, klipinn og þess háttar. Einstaklingur er lokaður inni eða honum haldið föstum.
- Andlegt: einstaklingur er þvingaður í eitthvað sem stríðir gegn hans réttlætiskennd, sem dæmi má nefna að girða niður um hann eða að hann er þvingaður til að eyðileggja eigur annarra. Einstaklingur fær neikvæð skilaboð (SMS, Snapchat, vefpóst og þess háttar) og hótanir.
- Efnislegt: eigur einstaklings (til dæmis íþróttaföt, taska, skór, búnaður eða föt) eru ítrekað eyðilögð, falin eða tekin.
Ferli eineltismála
- Grunur um einelti
- Einelti er tilkynnt til viðbragðshóps vegna eineltismála
- Viðbragðshópur sýnir viðbrögð
- Rannsókn á málinu hefst
- a.i.Rætt við þolanda um hans upplifun og lýsingu á atvikum og það skráð niður. Kannað hvort möguleg vitni séu til staðar að mati þolanda
- a.ii.Ræða við meintan geranda um hans upplifun og lýsingu á atvikum og það skráð niður. Kanna hvort möguleg vitni séu til staðar að mati geranda
- a.iii.Ræða við meint „vitni“ um upplifun, lýsingar á atvikum og hverjir hafa verið viðstaddir atvikin og það skráð niður.
- Mat á niðurstöðum
- b.i.Farið yfir þær upplýsingar sem liggja fyrir
- b.ii.Metið hvort atvikið teljist sem einelti samkvæmt skilgreiningu eineltis (sjá ofar)
- b.iii.Við þetta mat er nauðsynlegt að njóta aðstoðar fagaðila
- Farið í aðgerðir
- c.i.Ef atvik telst ekki vera formlegt einelti eða ef atvik telst ekki nægjanlega vel upplýst er mikilvægt að greiða úr samskiptum og gefa skilaboð um samskipti innan félagsins.
- c.ii.Ef atvik telst vera formlegt einelti þarf að meta afleiðingar geranda
- c.iii.Brottrekstur úr félaginu
- c.iii.1.Fái gerandi einungis tiltal og verði áfram hjá félaginu þarf að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir endurtekið einelti.
- c.iii.2.Styðja þarf við þolanda eineltis
- Rannsókn á málinu hefst
Þjálfarar skulu gæta þess sérstaklega að tryggja aga og reyna eftir bestu getu að koma í veg fyrir einelti. Í því skyni skal þjálfari eða staðgengill hans vera mættur tímanlega á æfingar og fylgja sínum hópi til búningsklefa og vera til staðar meðan iðkendur hafa fataskipti ef því verður við komið.
Þjálfarar reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir alla þá þætti sem geta dregið úr vináttu, virðingu og góðum samskiptum. Þjálfarar hafa samráð við yfirþjálfara telji þeir ástæðu til að bregðast við aðstæðum iðkenda sem draga úr vináttu, virðingu og góðum samskiptum og þjálfari er að sama skapi hvattur til að ræða slík mál við iðkendur sína ásamt yfirþjálfara. Þjálfari og yfirþjálfari eru hvattir til að bregðast við atvikum sem þeir telja alvarleg með því að koma sér í samband við foreldra/forráðamenn iðkenda.
Ef foreldrar/forráðamenn verða varir við einelti eða óviðeigandi hegðun utan æfinga sem gæti haft áhrif á eða teygt anga sína inn á þær eru þeir hvattir til að láta þjálfara vita til að koma í veg fyrir að atvikin komi upp á æfingum og þeir séu í stakk búnir að takast á við einelti ef það kemur upp.